þINGMENN

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

þINGMENN

Kaupa Í körfu

Umhverfisráðherra skoðar virkjanasvæði á hálendinu norðan Vatnajökuls "Er ekki bergnumin yfir Eyjabökkum" SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoðaði fyrirhuguð virkjanasvæði hálendisins í gær ásamt samstarfsfólki úr umhverfisráðuneytinu. Ráðherra fór inn að fyrirhuguðu stíflustæði við Eyjabakka og gekk áleiðis upp í hlíðar Snæfells í ágætu skyggni. Þá var haldið inn að Dimmugljúfrum og fyrirhugað stíflustæði Hálslóns skoðað. Ráðherra sagði að sér hefði þótt Eyjabakkar vera fallegt svæði þótt það væri ekki einsdæmi á íslenskan mælikvarða, jafnvel þó það væri gróðurheild í svona mikilli hæð. "Ég er ekki bergnumin yfir Eyjabökkum," sagði ráðherra og bætti við: "Þessi ferð, sem er fyrst og fremst fræðsluferð, hefur ekki breytt minni skoðun á málinu, þótt ég geri mér mun betur grein fyrir staðháttum núna eftir að hafa séð þau með eigin augum," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sem hefur lýst því yfir að hún styðji stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í virkjunar- og stóriðjumálum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar