Mýrdalur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mýrdalur

Kaupa Í körfu

Mikil blíða var á Suðurlandi í gær og gafst bændum því langþráð tækifæri til að sinna heyskap eftir mikla vætutíð undanfarið. Var raunar einnig þurrt á þriðjudaginn og sögðust bændur hafa nýtt þessa tvo daga til að koma sem mestu heyi í hús. Voru þeir þó sammála um að enn þyrfti nokkurra daga þurrk til að klára mætti sláttinn og bjarga heyskapnum þannig fyrir horn þetta sumarið. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er á túni Ketilsstaða II í Mýrdal, má sjá að þar var ekki slegið slöku við í heyskapnum í gær og gaf Ásgrímur Sigþórsson sér vart tíma til að líta upp frá vinnu sinni. Honum til aðstoðar er Arnfríður Ragna Sigurjónsdóttir en í baksýn er Mýrdalsjökull sem hafði hægt um sig í blíðviðrinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar