Norðurljós hf

Sverrir Vilhelmsson

Norðurljós hf

Kaupa Í körfu

-------------------------------------------------------------------------------- Föstudagur 23. júlí 1999. (Innl. fréttir ) Nýtt fyrirtæki, Norðurljós hf., tekur við rekstri Íslenska útvarpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar. Sameining Íslenska útvarpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar í Norðurljósum hf. skapar félaginu margvísleg sóknarfæri að mati forsvarsmanna fyrirtækisins. Kaupþing áætlar markaðsverðmæti félagsins um sjö milljarða króna, en heildarskuldir þess eru um sex milljarðar. Samanlögð velta félaganna er áætluð um 4,6 milljarðar króna á þessu ári og starfsmenn eru um 350. REKSTUR Íslenska útvarpsfélagsins, Sýnar og Skífunnar hefur verið sameinaður í einu fyrirtæki á sviði margmiðlunar og afþreyingar, sem hlotið hefur nafnið Norðurljós hf., en fyrirtækið á auk þess ríflega þriðjung í fjarskiptafyrirtækinu Tali hf., sem jafnframt á netþjónustufyrirtækið Islandia Internet. Á vegum fyrirtækisins eru reknar fjórar sjónvarpsrásir, þrjár útvarpsstöðvar, auk þess sem fyrirtækið starfar á sviði tónlistar, kvikmynda, sér um dreifingu og sölu á tölvuleikjum og og rekur fimm búðir. Hlutafé hins nýja félags er 1,6 milljarðar króna og hefur Kaupþing hf. keypt 15% hlutafjár. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en Kaupþing mun hafa umsjón með skráningu og sölu hlutabréfa í fyrirtækinu á almennum hlutabréfamarkaði á næsta ári. Aðrir helstu hluthafar eru Sigurjón Sighvatsson og Jón Ólafsson, sem fer með meirihluta hlutafjár í félaginu og er jafnframt stjórnarformaður þess. Samanlögð velta félaganna sem sameinast er áætluð um 4,6 milljarðar króna á þessu ári og starfsmenn eru 350. NLC - Norðurljós

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar