Íslensk miðlun Stöðvarfirði

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslensk miðlun Stöðvarfirði

Kaupa Í körfu

Fyrirtæki Íslenskrar miðlunar og Stöðvarfjarðarhrepps NÝTT fyrirtæki á sviði samskipta og upplýsingatækni hóf starfsemi á Stöðvarfirði í gær, en með því skapast 13 ný störf í sveitarfélaginu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi, sem haldinn var á Stöðvarfirði í tilefni dagsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræsti fyrirtækið formlega með fjarfundasamtali við Árna Sigfússon, framkvæmdastjóra Tæknivals. Hið nýja fyrirtæki, sem er í eigu Íslenskrar miðlunar og Stöðvarfjarðarhrepps, mun m.a. annast svarþjónustu fyrir Íslandssíma, en á blaðamannafundinum var einnig kynntur samstarfssamningur Íslenskrar miðlunar og Íslandssíma. MYNDATEXTI: ÍSLENSK miðlun og Íslandssími skrifuðu undir samstarfssamning á Stöðvarfirði í gær. Frá vinstri: Jósef Auðunn Friðriksson, Fritz Már Jörgensen hjá Tæknivali, Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Karolína Hróðmarsdóttir, annar eigenda Íslenskrar miðlunar, og Svavar Kristinsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar miðlunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar