Listaverk

Þorkell Þorkelsson

Listaverk

Kaupa Í körfu

FIRMA '99 er heiti á annarri sýningu í röð þriggja stórsýninga sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stendur fyrir í tilefni að 25 ára afmæli sínu. Fyrsta sýningin var "Strandlengjan" (1998), einhver fjölsóttasta myndlistarsýning í Reykjavík í áraraðir. FIRMA '99, útisýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, verður formlega opnuð í dag klukkan 17. Verk Haraldar Jónssonar ­ BARN Verkið BARN er tilraun til að varpa ljósi á heim bernskunnar á eins hreinskilinn hátt og mögulegt er. Á leikvellinum myndast djúp spor í vitundina en á sama tíma er þetta æviskeið hjúpað myrkri og gleymsku sem er ekki ósvipað blinda punktinum í auga hverrar manneskju. Kunnuglegar raddir óma þó vissulega enn og bjarmi er alltaf á einstaka mynd í huganum. Verkið BARN er unnið með ljósi og hljóði en að verkefninu kemur fjöldi einstaklinga innan Dagvistunar barna sem og foreldrar í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar