Grandi Listaverk

Sverrir Vilhelmsson

Grandi Listaverk

Kaupa Í körfu

FIRMA '99 er heiti á annarri sýningu í röð þriggja stórsýninga sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stendur fyrir í tilefni að 25 ára afmæli sínu. Fyrsta sýningin var "Strandlengjan" (1998), einhver fjölsóttasta myndlistarsýning í Reykjavík í áraraðir. FIRMA '99, útisýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, verður formlega opnuð í dag klukkan 17. Verk Ingu Árnadóttur , Arfleifð Verkið samanstendur af fimm glersýningarkössum sem eru á stærð við símaklefa eða sturtuklefa (80 × 80 × 200 cm). Á köntum þeirra eru stálrammar. Kassarnir eru fylltir með flokkuðu sorpi og ber hver þeirra sinn einkennislit, því verðmæti sorpsins eykst eftir því sem flokkunin er meiri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar