Barnaspítali Hringsins

Arnaldur Halldórsson

Barnaspítali Hringsins

Kaupa Í körfu

Landssími Íslands afhenti á föstudag Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, þrjú sett af myndfundabúnaði og þrjár tölvur sem tengjast honum. Verðmæti búnaðarins er um 600 þúsund krónur. Myndfundabúnaður auðveldar sjúkum börnum að stunda nám sitt, halda sambandi við skólafélaga og eiga samskipti við fjölskyldu og vini. Einnig er farið að nota búnað sem þennan til fjarlækninga, t.d. til læknisviðtala og læknisskoðunar milli landa. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, afhendir Þorsteini Ólafssyni, formanni SKB, búnaðinn. Helga Þórðardóttir og Jón Agnar Ármannsson sjúkrakennarar fylgjast með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar