Fákur

Þorkell Þorkelsson

Fákur

Kaupa Í körfu

Verið er að rífa helming hesthúsa Fáks við Bústaðaveg. Að sögn Helgu Bjargar Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hestamannafélagsins Fáks, hafa húsin aðeins verið nýtt að hluta undanfarið og verða jafnmargir hestar í þeim í vetur og verið hafa. Átta hesthús, hvert með plássum fyrir 28 hesta eru á svæðinu en nú verður helmingurinn rifinn. "Það hefur verið vinsælt að vera þarna. Þarna er bæði margt eldra fólk með hesta og eins unglingar; fólk sem þykir gott að þurfa ekki að fara alla leið upp í Víðidal til að hugsa um hestana sína," sagði Helga Björg. Reykjavíkurborg á lóðina sem hesthúsin standa á og eru húsin rifin samkvæmt samningi Fáks og borgarinnar. Sá samningur gerir ráð fyrir að Fákur haldi hesthúsunum sem eftir standa til ársins 2004.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar