Lifrarpylsa

Lifrarpylsa

Kaupa Í körfu

Tvær nýjar tegundir af lifrarpylsu eru komnar á markað. Framleiðandi er Heilsukostur efh. í Hveragerði, sem þekkt er fyrir framleiðslu sína á heilsulifrarpylsu með hrísgrjónum. Nýju lifrarpylsurnar eru annars vegar heilsulifrarpylsa með lauk og gulrótum og hins vegar hefðbundin lifrarpylsa með 15% fínt skornum mör. Í frétt frá Heilsukosti segir að heilsulifrarpylsan með lauk og gulrótum sé "þessi gamla góða", lifrarpylsa færð í nýjan búning fyrir nútímafólk. Hún inniheldur ekkert hvítt hveiti og í hverjum 100 g pylsu eru aðeins 4,2 g af fitu og 132 kkal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar