Skálholt

Jim Smart

Skálholt

Kaupa Í körfu

Leifar Skálholtsstaðar fundnar með fjarsjármælingum Merkur fornleifafundur án uppgraftar Með nýjustu tækni á sviði viðnámsmælinga hafa rústir gamla bæjarins í Skálholti fundist á svo að segja sama stað og hann var sagður vera á korti frá ofanverðri 18. öld. Um mjög merkan fornleifafund þykir vera að ræða, án þess þó að uppgröftur hafi átt sér stað. BRESKUR fræðimaður, Tim Horsley, sem er að vinna að rannsóknum fyrir meistaranám í Bradford- háskóla í Bretlandi, hefur dvalist hérlendis í sumar og gert tilraunamælingar á átta stöðum á landinu, þ.e. Þingvöllum, Skálholti, Nesi á Seltjarnarnesi, Neðri-Ási, Hólum, Gásum, Sílastöðum og Hofsstöðum. MYNDATEXTI: Adolf Friðriksson fornleifafræðingur og Tim Horsley, fornleifa- og jarðeðlisfræðingur, rýna í fyrstu rannsóknarniðurstöður frá mælingum sínum hérlendis í sumar en þeirra bíður mikið verk við að greina þær frekar á næstu mánuðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar