Ísmar

Þorkell Þorkelsson

Ísmar

Kaupa Í körfu

Ísmar kynnir nýjan búnað frá SeaTel MEÐAL nýjunga sem Ísmar hf. sýnir á Íslensku sjávarútvegssýningunni verður viðtökubúnaður til að taka á móti sjónvarpssendingum frá gervihnöttum frá fyrirtækinu SeaTel. Þessi búnaður gefur sjómönnum kost á að fylgjast með heimsfréttum, íþróttaviðburðum og öðru áhugaverðu efni nánast hvar sem þeir eru staddir á hnettinum. Búnaðurinn býður einnig upp á tengingu við Netið. Ísmar mun kynna nýja gervihnattasíma frá Globalstar. Þessir símar eru litlir handsímar sem gefa möguleika á sambandi víðs vegar um heiminn gegnum hið nýja Globalstar-kerfi. Einnig verða sýndir símar af sömu gerð sem henta vel sem fastir símar í skip. Scanmar-búnaður fyrir skip með tvö troll Scanmar-fyrirtækið hefur þróað veiðarfærastýringu sína þannig að nú er hægt að nota höfuðlínubúnaðinn, eða svokölluð trollaugu, á tveim trollum í einu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar