Big Daddy

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Big Daddy

Kaupa Í körfu

Dregið hefur verið úr léttum netleik sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Stjörnubíói, Tali, Pepsí, Cheerios, Skífunni og Mono. Leikurinn var í tilefni frumsýningar á kvikmyndinni Svölum pabba (Big Daddy) og gekk út á að svara spurningum sem birtust á Netinu. Vinningar í leiknum voru fjölmargir. Aðalvinningana ásamt miðum á myndina hlutu Auður Stefánsdóttir, sem er til hægri á myndinni, Gunnar Örn Ingólfsson og Björn Jónsson. Með þeim á myndinni er kynningarstjóri Stjörnubíós, Christof Wehmeier.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar