Eyjabakkar
Kaupa Í körfu
Mótmæli gegn Fljótsdalsvirkjun við Eyjabakka um helgina. Milli 120 og 140 manns komu saman við stíflustæði fyrirhugaðs Eyjabakkalóns á laugardag til þess að mótmæla fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum. Fólk á öllum aldri og úr ólíkum hópum þjóðfélagsins tók þátt í gjörningnum. Þar mátti sjá leikara, skáld, þingmenn, myndlistarmenn, fræðimenn, leiðsögumenn og kennara, svo eitthvað sé nefnt. Að auki voru þar á ferð erlendir fræðimenn og fulltrúar World Wildlife Fund frá Noregi og Bretlandi sem voru hérlendis til að kynna sér málefnið. Þátttakendur komu jafnframt frá ólíkum stöðum af landinu, einna helst frá höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi. Nú má lesa þjóðsöng Íslendinga af steinum sem liggja með jöfnu millibili ef gengið er eftir fyrirhuguðu stíflustæði, frá Jökulsá í Fljótsdal að Snæfelli, um 3 km leið, en fyrirhuguð stífla er rúmir 4 km að lengd. Sæberg 68 steinum hafði verið raðað á jörðina við rætur Snæfells, við annan enda fyrirhugaðrar stíflu Eyjabakkalóns. Harpa Arnardóttir leikkona snýr fyrsta steininum við, og kom í ljós að í hann var grafið orðið "Ó", upphafsorðið í þjóðsöngi Íslendinga.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir