Félagsmiðstöð Grafarvogs

Félagsmiðstöð Grafarvogs

Kaupa Í körfu

Gamli bærinn í Gufunesi orðinn félags- og tómstundamiðstöð Grafarvogs. Gufunesbærinn hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar hefur nú í tæpt ár verið rekin félags- og tómstundamiðstöð fyrir íbúa Grafarvogs og sinnir starfsfólkið þar margháttaðri starfsemi. Miðstöðin heldur utan um starf félagsmiðstöðvanna í öllum skólum Grafarvogs, en jafnframt er unnið að því að koma til móts við ungt fólk sem komið er af grunnskólaaldri. Þá er einnig unnið að því að fylla upp í frítíma fullorðinna og má segja að vettvangur starfsemi Gufunesbæjar sé frítími allra Grafarvogsbúa. Ragnhildur Helgadóttir verkefnisstjóri Gufunesbæjar. Í baksýn er gamla íbúðarhúsið og fjær sér í útihúsin og hlöðuna sem ætlunin er að taka undir tómstundastarf í framtíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar