Guðrún Jónsdóttir

Kristján Kristjánsson

Guðrún Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir við byggingu 15 íbúða húsnæðisfélagsins Búmanna á Eyrarlandsholti á Akureyri hófust með formlegum hætti í gær en þá var tekin fyrsta skóflustunga verksins. Á sama svæði mun Búseti á Akureyri einnig byggja 15 íbúðir. Þarna er um að ræða íbúðir í raðhúsum og fjölbýlishúsum og eru þetta fyrstu íbúðirnar sem Búmenn byggir. Félagið er einnig að ráðast í byggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Húsnæðisfélagið Búmenn sem stofnað var undir lok síðasta árs stefnir að því að byggja íbúðir fyrir þá félagsmenn sem eru orðnir 50 ára og eldri. Þegar hafa um 1500 manns gerst fullgildir félagsmenn og þar af á annað hundrað á Eyjafjarðarsvæðinu. Á myndinni er Guðrún Jónsdóttir, formaður Húsnæðisfélagsins Búmanna, að taka fyrstu skóflustunguna að byggingu fyrstu íbúða félagsins. Sr. Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir, prestur í Akureyrarkirkju, t.v., flutti blessunarorð og bæn. myndvinnsla akureyri. guðrun jónsdóttir tekur fyrstu skóflustungu búmanna á eyrarlandsholti á akureyri. litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar