Langholtsskóli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Langholtsskóli

Kaupa Í körfu

Grunnskólar í Reykjavík taka virkan þátt í Ári aldraðra. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur kynnti í gær, í tölvuveri Langholtsskóla, verkefnisskrá Skóla atvinnulífsins fyrir veturinn sem að þessu sinni tengist eldri borgurum. Meðal verkefna er tölvukennsla fyrir eldri borgara sem mun fara fram í tölvuverum sex grunnskóla en kennslan verður í höndum nemenda. Öll eru verkefnin sögð miðast að því að "festa í sessi samskipti milli grunnskólanemenda og eldri borgara og auðga reynsluheim yngri og eldri," eins og segir í tilkynningu Fræðslumiðstöðvar. Sveinsína Jóh. Jónsdóttir, nýnemi á tölvunámskeiði, nýtur leiðsagnar Gunnsteins Hall og Maríu Lindar Ingvarsdóttur, 15 ára nemenda í Langholtsskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar