Samfylkingin
Kaupa Í körfu
Markmið fyrstu fimm þingmála Samfylkingarinnar, sem lögð verða fram á yfirstandandi þingi, er að koma í veg fyrir valdasamþjöppun, fákeppni og einokun í íslensku atvinnulífi og á fjármálamarkaði. Fjórir fulltrúar þingflokks Samfylkingarinnar kynntu þingmálin fimm á blaðamannafundi í gær en þar kom einnig fram að búist yrði við hörðum átökum milli stjórnar og stjórnarandstöðu á komandi þingi um umhverfismál og fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill m.a. að viðskiptaráðherra feli Samkeppnisráði að endurskoða úttekt sína frá því í desember 1994 um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi og leggi fyrir Alþingi sem skýrslu. Frá blaðamannafundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Frá vinstri: Bryndís Hlöðversdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn Samfylkingarinnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir