KR-völlur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KR-völlur

Kaupa Í körfu

Vesturbær VERIÐ er að skipta um gras á KR-vellinum þessa dagana. Lúðvík Jónsson vallarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að grasið á vellinum hefði verið orðið lélegt og tími hefði verið kominn til að skipta. Gamla grasið var því tætt upp með jarðvegstætara og nýtt gras á rúllum fengið til að setja á í staðinn. Lúðvík segir að það þurfi stöðugt að vera að dytta að knattspyrnuvöllum en það sé þó ekki oft sem skipt sé um allt grasið á þennan hátt. Fyrir nokkrum árum hafi verið fengið nýtt gras á miðju vallarins en það hafi ekki dugað til og því hafi verið ákveðið að skipta um allt grasið núna. Völlurinn var líka missiginn og í leiðinni verður hann réttur af. Vellirnir tveir sem yngri flokkarnir æfa á voru teknir í gegn á þennan hátt í vor og í sumar og er því bara stóri völlurinn eftir. Hann segir framkvæmdir ganga vel þó að rigningin sé nú samt svolítið ergjandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar