KR-völlur
Kaupa Í körfu
Vesturbær VERIÐ er að skipta um gras á KR-vellinum þessa dagana. Lúðvík Jónsson vallarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að grasið á vellinum hefði verið orðið lélegt og tími hefði verið kominn til að skipta. Gamla grasið var því tætt upp með jarðvegstætara og nýtt gras á rúllum fengið til að setja á í staðinn. Lúðvík segir að það þurfi stöðugt að vera að dytta að knattspyrnuvöllum en það sé þó ekki oft sem skipt sé um allt grasið á þennan hátt. Fyrir nokkrum árum hafi verið fengið nýtt gras á miðju vallarins en það hafi ekki dugað til og því hafi verið ákveðið að skipta um allt grasið núna. Völlurinn var líka missiginn og í leiðinni verður hann réttur af. Vellirnir tveir sem yngri flokkarnir æfa á voru teknir í gegn á þennan hátt í vor og í sumar og er því bara stóri völlurinn eftir. Hann segir framkvæmdir ganga vel þó að rigningin sé nú samt svolítið ergjandi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir