Hagatorg

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hagatorg

Kaupa Í körfu

MINNISMERKI Sigurjóns Ólafssonar, Íslandsmerkinu, verður á næstunni komið fyrir við Hagatorg. En listaverkið var gert til að minnast stofnunar lýðveldis á Íslandi 1944. Listaverkið stóð áður við Hótel Sögu en var fjarlægt þaðan og hefur því nú verið fundinn nýr samastaður. Verkið samanstendur af fimm koparklæddum súlum sem eru um átta metrar á hæð.Vinna stendur nú yfir við undirstöður verksins og er þessa stundina m.a. verið að steypa stöpla minnismerkisins. Hönnun umhverfis og val staðsetningar Íslandsmerkisins er síðan í höndum Ragnhildar Skarphéðisdóttur landslagsarkitekts en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir miðjan nóvember nk. Fimm átta metra háar koparsúlur Íslandsmerkis Sigurjóns Ólafssonar munu í framtíðinni teygja sig upp úr Hagatorgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar