Beinvernd

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Beinvernd

Kaupa Í körfu

Samstarfssamningur milli Beinverndar og Íslensks mjólkuriðnaðar var undirritaður í Perlunni s.l. miðvikudag á alþjóðlegum beinverndardegi. Með samningnum, sem gerður er til þriggja ára, gerist Íslenskur mjólkuriðnaður stuðningsaðili Beinverndar og er markmið samstarfsins að benda á beinþynningu sem eitt stærsta heilsufarsvandamál 21. aldarinnar. Í kjölfar samningsins verður hrundið af stað kynningarátaki undir yfirskriftinni "hollusta styrkir bein" og hefur þegar komið út samnefndur bæklingur. Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari, stjórnaði upphitun og kraftgöngu við upphaf hádegisverðarfundar um beinþynningu, sem haldinn var á alþjóðlegum beinverndardegi í gær. Hollt mataræði og hreyfing eru vörn gegn beinþynningu, og í fararbroddi kvennahópsins á myndinni má sjá ráðherrana Ingibjörgu Pálmadóttur til hægri og Siv Friðleifsdóttur fyrir miðju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar