Freonleki

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Freonleki

Kaupa Í körfu

Fimm fluttir á sjúkrahús FIMM starfsmenn Nýkaups í Kringlunni, fjórir karlar og ein kona, voru fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir að freonefni lak út um kælikerfi utan á húsnæði verslunarinnar í gærmorgun klukkan 8.30. Hafði starfsfólkið fundið fyrir særindum í hálsi af völdum freonsins, en að sögn læknis á slysadeild reyndust áhrifin af því varla teljandi og fengu allir að fara heim af slysadeild að lokinni aðhlynningu. Mikill viðbúnaður var engu að síður þegar freonlekinn uppgötvaðist og var slökkvibíll, þrír sjúkrabílar og tækjabíll Slökkviliðs Reykjavíkur sendir á vettvang og allt starfslið Nýkaups rekið út úr búðinni á meðan starfsmenn, sem vinna við frystikerfi verslunarinnar, gerðu við lekann. Ástæður lekans eru raktar til óhapps þegar naglaspýta rakst í freonkælikassa utan á húsinu og barst freonið inn í verslunina með vindi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar