Viðskipta- og hagfræðingar

Viðskipta- og hagfræðingar

Kaupa Í körfu

Íslenskir fjárfestar geta náð hærri ávöxtun án þess að auka áhættu með því að bæta bréfum í erlendum félögum í hlutabréfasafn sitt. Í erindi sem Árni Jón Árnason, viðskiptafræðingur hjá Landsbréfum, hélt á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær um fjárfestingar í erlendum félögum sagði hann unnt að bæta áhættudreifingu og hagkvæmni fjárfesta til muna, með auknum fjárfestingartækifærum. Hann benti á að þó að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefði hækkað nánast sleitulaust frá árinu 1993 væri skynsamlegra, öruggara og arðbærara að byggja fjárfestingar á dreifðum félögum á alþjóðlegum mörkuðum. Meðal þeirra kosta sem hlutabréfaviðskipti á Netinu þykja hafa fram yfir hefðbundnar leiðir í gegnum miðlara má nefna aukinn hraða auk þess sem þóknunin er nokkuð lægri. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar