Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla í Frakklandi

GOLLI

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla í Frakklandi

Kaupa Í körfu

Hvað segir Ásgeir Sigurvinsson um leikinn við Frakka á Stade de France? ÁSGEIR Sigurvinsson, sem er íslenska landsliðinu innan handar í Frakklandi, segir að franska landsliðið hafi yfir að ráða geysilega öflugu liði og slíkir hæfileikamenn séu þeir að liðið gæti sent tvö til þrjú sterk lið í keppni. Þetta eru allt gríðarlega góðir fótboltamenn og ef maður ber þá saman við aðra leikmenn í Evrópu standa Frakkarnir upp úr. Helsti veikleiki þeirra er að ná góðri liðsheild, en það hefur reynst þeim vandamál í gegnum árin, fyrir utan síðustu heimsmeistarakeppni. MYNDATEXTI: Ásgeir Sigurvinsson á þjóðarleikvanginum Stade de France í gærkvöldi (Morgunblaðið/Golli,081099.Ísland-Frakkland.Æfingde)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar