Snjókarl og snjókerling

Kristján Kristjánsson

Snjókarl og snjókerling

Kaupa Í körfu

Borðuðu öll "augun" BÖRNIN á leikskólanum Holtakoti voru ekki sein á sér klæða sig út eftir að tók að birta í gærmorgun. Jörð var hvít eftir töluverða snjókomu fyrr um morguninn og því upplagt að byggja snjókarl og snjókerlingu úr blautum snjónum með starfsfólki leikskólans. Börnin notuðu gulrót sem nef á snjókarlana, niðurskorna rauða papirku sem munn og rúsínur sem augu. Eitthvað reyndist börnunum erfitt að sjá á eftir rúsínum í verkefnið, því þegar upp var staðið höfðu þau borðað allar rúsínurnar sem átti að nota í augun. Þrátt fyrir það litu snjókarlarnir vel út og börnin voru ánægð með verkið. (myndvinnsla akureyri. bornin a leikskólanum holtakoti á akureyri gerðu snjókarl og snjókerlingu í gærmorgun. litur. mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar