Þemadagar

Kristján Kristjánsson

Þemadagar

Kaupa Í körfu

Umbun fyrir að mæta stundvíslega ÞAÐ var létt yfir þeim nemendum í unglingadeildum Glerárskóla sem boðið var í Laiser-salinn í gær, en þetta voru nemendur sem hafa mætt vel og stundvíslega í skólann það sem af er skólaári. Á síðustu misserum hefur sú stefna orðið ofan á að umbuna þeim sem mæta stundvíslega í stað þess að hegna þeim sem mæta illa. Í kjölfarið hafa nemendur mætt mun betur í tíma en áður. Auk þess að fá aðgang að leiktækjum í salnum var boðið upp á pítsu og gosdrykki, en það voru þrjú fyrirtæki á Akureyri, Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands, Zone, hárgreiðslustofa og Laiser-salurinn, sem buðu nemendunum í þessa umbunarferð. Þar er um nýjung að ræða, því grunnskólarnir hafa ekki fé aflögu til að standa straum af ferðum af þessu tagi. Þemadagar stóðu yfir í síðustu viku í Glerárskóla og byrjaði hver dagur á því að allir nemendur skólans komu saman í íþróttasal og gerðu saman æfingar til að vera sem best undir daginn búinn. Myndin var tekin á einni slíkri æfingu. (4761- þemadaga standa yfir í glerárskóla og byrjar dagurinn á því að allir nemendurskólans fara saman í leikfimi í íþróttahúsinu. litur- akureyri - mynd kristján kristjánsson)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar