Forskot tekið á sæluna

Þorkell Þorkelsson

Forskot tekið á sæluna

Kaupa Í körfu

Forskot tekið á sæluna KVIKMYNDIN "Runaway Bride" eða Brúður á flótta var forsýnd á fimmtudagskvöld og fengu þeir sem mættu í brúðarkjólum 10 þúsund króna gjafabréf í Sambíóin, málsverð fyrir tvo á Hard Rock, geisladisk með tónlist myndarinnar frá Skífunni og ársbirgðir af Labello- varasölva. Skemmst er frá því að segja að 60 bíógestir skörtuðu hvítu, margir með brúðarslöri og öllu tilheyrandi, og var einn karlmaður þar á meðal. Ekki fylgir sögunni hvort brúðirnar voru að flýja úr brúðkaupi eða hvort þær voru bara að taka forskot á sæluna. Brúður á flótta er með Richard Gere og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd um næstu helgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar