Hákon Hákonarson

Hákon Hákonarson

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKUM lækni, Hákoni Hákonarsyni, var nýlega veittur um 70 milljón króna rannsóknastyrkur frá hjarta- og lungnadeild Bandarísku heilbrigðisstofnuninnar (National Institute of Health - Heart, Lung and Blood Institute). ÍSLENSKUM lækni, Hákoni Hákonarsyni, var nýlega veittur um 70 milljón króna rannsóknastyrkur frá hjarta- og lungnadeild Bandarísku heilbrigðisstofnuninnar (National Institute of Health - Heart, Lung and Blood Institute). Styrkurinn, 1 milljón bandaríkjadala, er veittur Hákoni einum til 4 ára til grunnrannsókna á astma og ofnæmi. Hákon, sem er barnalungnalæknir að mennt, sérmenntaði sig á lungna- og öndunarfæradeild Barnaháskólasjúkrahússins í Fíladelfíu eftir almennt barnalæknanám við Háskólaspítalann í Connecticut. Hann starfaði síðan sem sérfræðingur og aðstoðarprófessor við fyrrnefnd háskólasjúkrahús í Fíladelfíu í þrjú ár áður en hann sneri heim. Hann starfar nú sem lungnasérfræðingur við barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og sem rannsóknalæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar