Nýsköpun 2000

Sverrir Vilhelmsson

Nýsköpun 2000

Kaupa Í körfu

Virkjun hugmynda er andleg stóriðja Nýsköpun 99, samkeppni um viðskiptaáætlanir sem haldin var fyrr á þessu ári, hlaut fádæma góðar undirtektir. Nú styttist í að næstu samkeppni, Nýsköpun 2000, verði hleypt af stokkunum og af því tilefni settust Guðrún Hálfdánardóttir og Skapti Hallgrímsson niður með nokkrum þeirra sem fengu viðurkenningu síðast, til að forvitnast um það hvernig þeim hefði gengið með verkefni sín og um gildi samkeppni af þessu tagi. MYNDATEXTI: ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON. Ólafur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk einnig prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá KHÍ. Hann hefur komið víða við, var m.a. forstöðumaður hagdeildar Skeljungs 1978-1984, stofnaði Hraðlestrarskólann 1978 og hefur verið skólastjóri hans sínan, var einn stofnenda Líftryggingafélagsins Varðar hf. 1984 og starfaði sem framkvæmdastjóri þess 1984-1985, og var framkvæmdastjóri tölvufyrirtækisins Arteks hf. 1985-1988. Frá ársbyrjun 1988 hefur hann starfað sem kennari og deildarstjóri í tölvufræði og viðpskiptagreinum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar