Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Kaupa Í körfu

Afkastamikill málari og íþróttagarpur Sigrún Huld Hrafnsdóttir, fyrrum ólympíumeistari í sundi þroskaheftra, hefur hengt sundbolinn til þerris en einbeitt sér þess í stað að myndlist og keilu. Hrönn Marinósdóttir átti fund með konunni kappsfullu og glaðværu. HÚN svífur inn í stofuna heima í Akraseli og það geislar af henni lífsþróttur. "Hæ, hvað heitir þú?" Ég heiti Hrönn og er blaðamaður á Morgunblaðinu "Ertu ekki komin til að tala við mig?" spyr hún og brosir breitt. Blaðamaður jánkar. "Viltu ná í kaffi handa okkur, Sigrún Huld mín?" spyr móðir hennar Kristín Erlingsdóttir." Já, ég skal gera það en ég hef bara einu sinni drukkið kaffi, það var veturinn 87 og mér varð óglatt. Mér finnst kakó betra," upplýsir hún en skokkar síðan léttfætt inn í eldhús til þess að ná í kaffibolla og gos handa sér. MYNDATEXTI: Tré teiknuð á hvíta örk undir handleiðslu Lóu Guðjónsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar