Gallerí Geysir

Jim Smart

Gallerí Geysir

Kaupa Í körfu

Eistnesk listakona í Gallerí Geysi Hver mynd er heimur útaf fyrir sig HINGAÐ til lands er komin ung, eistnesk listakona að nafni Liis Theresia Ulman. Í dag verður opnuð myndlistasýning með olíupastel-verkum hennar í Galleríi Geysi í Hinu húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Liis kemur til Íslands og reyndar í fyrsta sinn sem hún stígur fæti á aðra jörð en fósturjörðina. "Á sýningunni eru sextán verk sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár," segir Liis. "Ættingi minn kom hingað til Íslands fyrir tveimur árum og skildi eftir ljósrit af nokkrum mynda minna í Galleríi Geysi. Ættingi minn kom síðan með skilaboð til mín frá Íslandi um að áhugi væri fyrir að ég setti þar upp sýningu og hingað er ég nú komin." MYNDATEXTI: Listakonan Liis Theresia Ulman við eitt verka sinna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar