Samningur Atlanta og Landsnets

Samningur Atlanta og Landsnets

Kaupa Í körfu

Býður ódýrari utanlandssímtöl LANDSNET ehf. hóf í gær að veita síma- og faxþjónustu um Netið til útlanda. Býður fyrirtækið í flestum tilvikum lægra verð en í boði er á markaðnum og framkvæmdastjóri fyrirtækisins fullyrðir að talgæði séu jafnframt með því besta sem gerist í sambærilegri þjónustu.Landsnet ehf. er sjálfstætt netþjónustufyrirtæki. Stefán Snorri Stefánsson framkvæmdastjóri segir að ekki sé ætlunin að breyta fyrirtækinu í símafyrirtæki, heldur sé símaþjónustan við útlönd aðeins viðbót við starfsemina, til hagsbóta fyrir viðskiptavini þess. Í gær var undirritaður samningur við fyrsta viðskiptavininn, flugfélagið Atlanta, og segir Stefán Snorri að fleiri stór fyrirtæki hyggist nýta sér þjónustuna, meðal annars Fjárfestingarbanki atvinnulífsins.MYNDATEXTI: Samningur við fyrsta viðskiptavin símaþjónustu Landsnets handsalaður. Stefán Snorri Stefánsson, t.v., framkvæmdastjóri Landsnets, og Guðmundur Hafsteinsson, skrifstofustjóri Atlanta hf., takast í hendur. Lengst til vinstri, við hlið Stefáns, stendur Atli Viðar Jónsson hjá Landsneti og lengst til hægri er Jón Ágúst Reynisson hjá Atlanta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar