Arnarholt

Arnarholt

Kaupa Í körfu

Aðventuhátíð í Arnarholti á Kjalarnesi Vistmönnum færðar gjafir VISTMÖNNUM á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi voru færðar gjafir á sunnudaginn, annan í aðventu. Það voru félagar í Lionsklúbbnum Viðari og stjórnarmenn í Félagi velunnara Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem tóku sig saman og gáfu vistmönnunum, sem flestir eru andlega fatlaðir, hljómtæki, sjónvarp og myndbandstæki. Ferdinand Ferdinandsson, forstöðumaður Arnarholts, sagði að bæði Lionsklúbburinn og Velunnarafélagið hefðu í mörg ár lagt Arnarholti margt gott til. Hann sagði að undanfarin ár hefðu félagar úr Viðari gróðursett tré við heimilið og að það væri orðin hefð fyrir því að þeir léttu vistmönnum lundina í skammdeginu með því að sækja þá heim á aðventunni. MYNDATEXTI: Vistmönnum á Kjalarnesi voru færðar góðar gjafir á sunnudaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar