Þjórsárver

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þjórsárver

Kaupa Í körfu

Friðlýsing með undanþágu ... HUGMYNDIR manna um viðunandi hæð miðlunarlóns við Norðlingaöldu endurspegla vel breytt viðmið samfélagsins til náttúruverndar í hálfa öld. Rétt er að rifja upp að fyrstu hugmyndir um virkjun Efri-Þjórsár komu frá Sigurði Thoroddsen árið 1950 og fólu m.a. í sér að Þjórsá yrði stífluð við Norðlingaöldu og myndað þar lón. Miðað var við að lónshæðin yrði 950 m y.s. og miðlunarrýmið þar með 1.200 Gl (Gl=1 milljón rúmmetrar). Enda þótt hugmyndin hafi vakið talsverða athygli urðu ekki alvarlegar deilur um lón við Norðlingaöldu á opinverum vettvangi fyrr en Landsvirkjun gerði áætlun um lón í allt að 593 m y.s. um 20 árum síðar. MYNDATEXTI. Þjórsárver hafa ekki farið varhluta af uppblæstri á hálendinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar