Dr. Páll Ísólfsson

Ólafur K Magnússon

Dr. Páll Ísólfsson

Kaupa Í körfu

HÓF ORGELLEIK Á ÆÐRA SVIÐ Dr. Páll Ísólfsson, organisti og tónskáld, var brautryðjandi í tónlistarlífi Íslendinga fyrri hluta aldarinnar og fram yfir hana miðja. Dr. Páll stundaði nám í orgelleik og tónsmíðum í Leipzig í Þýskalandi og var um tíma kantor við Tómasarkirkjuna þar. Hann hélt tónleika víða í Evrópu, í Bandaríkjunum, Kanada og Sovétríkjunum. Hann var talinn meðal fremstu túlkenda orgelverka J.S. Bachs. Óhætt er að segja að dr. Páll hafi með orgelleik sínum lyft hljóðfærinu og möguleikum þess á nýtt og æðra svið í hugum Íslendinga og mótað þann grunn sem byggt hefur verið á síðan. MYNDATEXTI: Dr. Páll Ísólfsson við orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar