Alþingi

Jim Smart

Alþingi

Kaupa Í körfu

VERIÐ er að undirbúa þingsal Alþingis vegna embættistöku forseta Íslands sem fram fer 1. ágúst næstkomandi. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur tækifærið verið notað til þess að dytta að hinu og þessu. Friðrik segir þetta einungis reglulegt viðhald sem ráðist sé í á fjögurra ára fresti þegar forseti tekur við embætti, en þá þurfi að rýma salinn og setja inn önnur og hentugri húsgögn svo betur fari um gesti og fleiri geti verið viðstaddir athöfnina. MYNDATEXTI: Verið er að dytta að hinu og þessu í þingsal áður en forseti Íslands tekur við embætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar