Blíðan fyrir norðan

Kristján Kristjánsson

Blíðan fyrir norðan

Kaupa Í körfu

Mikill fjöldi ferðafólks var á Akureyri um helgina og fór það alls ekki fram hjá starfsmönnum Sundlaugar Akureyrar. Þar var allt troðfullt um helgina og á sunnudag var sölu í laugina hætt um tíma oftar en einu sinni meðan beðið var eftir að aðeins rýmkaðist í laugunum. Þær upplýsingar fengust í afreiðslu sundlaugarinnar að biðröð hefði myndast strax á morgnana og í hitanum í gær var ekkert lát á straumi fólks í freistandi sundlaugarvatnið. Starfsfólk sundlaugarinnar taldi þetta tvímælalaust með bestu helgum sumarsins hvað varðaði aðsókn. Eða eins og ein úr afgreiðslunni orðaði það, "það var alveg brjálað að gera.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar