Hvalamiðstöð á Húsavík

Rax/Ragnar Axelsson

Hvalamiðstöð á Húsavík

Kaupa Í körfu

Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, aðgætir hér beinagrind hvals af tegund norðsnjáldra. Þessi beinagrind bættist nýlega í safnið hjá miðstöðinni og er af dýri sem fannst rekið 16. janúar í fyrra undir Ennisfjalli, milli Ólafsvíkur og Hellissands. Það var í annað skiptið sem hræ af norðsnjáldra strandaði hér við land, svo vitað sé. Þeir Ásbjörn og Þorvaldur Björnsson, frá Náttúrufræðistofnun, hreinsuðu beinin og settu beinagrindina upp. Þessa dagana eru þeir félagar að hreinsa beinagrind úr búrhval, sem strandaði í Steingrímsfirði 19. nóvember 1997. Beinin eru m.a. lögð í heitt vatn og sápulausn til að ná úr þeim lýsinu. Einnig eru þeir að verka bein úr tveimur hvalkálfum, hrefnukálfi og hnúfubakskálfi. Beinagrindurnar úr þessum dýrum verða væntanlega settar upp á næsta ári. Að sögn Ásbjörns komu um 11 þúsund gestir í Hvalamiðstöðina í sumar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Alls hafa heimsótt miðstöðina um 30 þúsund manns undanfarin þrjú ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar