Goðafoss - Lífið um borð

Þorkell Þorkelsson

Goðafoss - Lífið um borð

Kaupa Í körfu

FÆRANDI VARNINGINN HEIM ÞEGAR flogið er með þotu milli landa skekkist tilfinningin fyrir fjarlægðum. Jörðu er sleppt á Íslandi og þremur tímum síðar er lent í heimsborg á meginlandi Evrópu. Álfan virðist svo undarlega innan seilingar./Gámur er ekki fiskkassi Fraktskip eru meðal þeirra farkosta sem bjóða upp á þessa einstöku tilfinningu, að finna fyrir fjarlægðum. Alla daga vikunnar. Árið um kring. Alltaf eru þau á ferðinni, fram og til baka, til og frá og færa heim varninginn sem fólkið þarf að nota til þess að byggja húsin sín, búa til matinn sinn, skreyta stofurnar sínar og klæða börnin sín. Allt milli himins og jarðar er ferjað með fraktskipum, sér í lagi til eylanda úti við ysta haf þar sem aðeins fátt er framleitt af því sem þarf til þess að reka nútímaneysluþjóðfélag. MYNDATEXTI: Mannsins megin - Maturinn um borð þykir góður og skiptir sú staðreynd öllu máli, að mati margra skipverja. Kristján R. Sigurjónsson tekur hraustlega til matar síns. Mannsins megin Maturinn um borð þykir góður og skiptir sú staðreynd að öllu máli, að mati margra skipverja. Kristján R. Sigurjónsson tekur hraustlega til matar síns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar