Orðuveiting á Bessastöðum

Orðuveiting á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðunni FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 1. janúar 2002. Garðar Gíslason hæstaréttardómari var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í opinbera þágu. Ellefu voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu: Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi, fyrir störf að verkalýðs- og félagsmálum, Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, fyrir framlag til íslenskra bókmennta, Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, fyrir störf í þágu háskólamenntunar, Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri og skipasmiður, fyrir framlag til kynningar á landafundum og siglingum til forna, Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Hildur Hálfdanardóttir, Kópavogi, fyrir störf að mannúðarmálum, Ingibjörg Haraldsdóttir, þýðandi og rithöfundur, fyrir störf í þágu bókmennta, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fyrir störf í þágu vísinda og viðskipta, Matthías Andrésson, tollvörður og tréskurðarlistamaður, fyrir störf í þágu íslensks handverks, Sigrún Oddsdóttir, Garði, fyrir störf í þágu bindindis- og félagsmála og Stella Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, fyrir störf í þágu mennta og fræðslu. MYNDATEXTI: Forseti Íslands með þeim sem hann sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2002.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar