Markarfljót í ham

Rax/Ragnar Axelsson

Markarfljót í ham

Kaupa Í körfu

Stórfljót í ham ÁR víða á landinu uxu gríðarlega í gær eftir miklar rigningar á hálendinu og sýndu þær mikilfengleik sinn svo um munaði. Úrkomumet var slegið í gær en sólarhringsúrkoma á Kvískerjum mældist 293 mm./Markarfljótið var ekki síður tilkomumikið en aðrar ár og eins og sjá má á myndinni gátu feðgarnir Sigurgeir Ingólfsson og Símon Bergur Sigurgeirsson ekki stillt sig um að njóta útsýnis yfir beljandi stórfljótið af gömlu Markarfljótsbrúnni þegar vatnavextirnir voru í algleymingi. Sigurgeir Ingólfsson og Símon Bergur Sigurgeirsson virða fyrir sér vatnsflauminn á gömlu Markárfljótsbrúnni sem nú er lokuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar