Stálu frá slökkviliði

Morgunblaðið/Júlíus

Stálu frá slökkviliði

Kaupa Í körfu

Tveir piltar um tvítugt voru handteknir aðfaranótt sunnudags fyrir að stela brunahanalykli af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem var við slökkvistarf í íbúð á Laugaveginum. Litið er mjög alvarlegum augum á atvikið og verða piltarnir kærðir. Piltarnir fóru með lykilinn og skrúfuðu frá brunahana í Þingholtsstræti með þeim afleiðingum að mikið vatn flæddi ofan holtið. Lögreglan handsamaði þá síðar um nóttina en þá hafði þeim tekist að skrúfa frá öðrum brunahana í Garðastræti. Myndatexti: Piltarnir voru handteknir í Garðastræti og færðir í járnum á lögreglustöðina. Tveir ungir menn gengu um miðbæ Reykjavíkur og gerðu að leik sínum að skrúfa frá nokkrum brunahönum. Að sögn lögreglu höfðu þeir stolið brunahanalykli, sem slökkviliðið hafði notað vegna eldsvoðans á Laugavegi, fyrr í nótt. Þeir byrjuðu í Þingholtsstræti og flæddi mikið vatn ofan holtið. Lögreglan náði að handsama þá rúmlega tveimur tímum síðar og höfðu þeir þá opnað fyrir brunahana í Garðastræti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar