ASÍ-menn á fundi á Akureyri

Kristján Kristjánsson

ASÍ-menn á fundi á Akureyri

Kaupa Í körfu

Fullur vilji til að taka á málum af ábyrgð "ÞETTA var góður fundur og við áttum hreinskilnislegar umræður um þá möguleika sem fyrir hendi eru," sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, en hann og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, áttu síðdegis í gær fund með Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, og Jakobi Björnssyni bæjarfulltrúa, en þeir félagar hafa á síðustu dögum hitt forsvarsmenn nokkurra sveitarfélaga og rætt við þá um með hvaða hætti þau geti tekið þátt í að halda verðbólgu í skefjum. "Það er okkar skilningur að fullur vilji sé fyrir því hjá sveitarfélaginu að taka á þessum hlutum af ábyrgð, en við fengum engin loforð um að gjaldskrár yrðu lækkaðar," sagði Gylfi MYNDATEXTI. Kristján Þ. Júlíusson bæjarstjóri, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. ( Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri tekur á móti Grétari Þorsteinssyni forseta ASÍ og Gylfa Arnbjörnssyni framkvæmdastjóra ASÍ í gær. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar