Börn hjá Sinfóníunni

Þorkell Þorkelsson

Börn hjá Sinfóníunni

Kaupa Í körfu

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður börnum á leikskólaaldri á tónleika og í þessari viku koma um 3.000 börn í heimsókn í Háskólabíó. Krakkarnir eru af öllu höfuðborgarsvæðinu og á fyrstu tónleikunum voru um 700 börn af leikskólum í Kópavogi gestir hljómsveitarinnar. Á efnisskránni er Dimmalimm sem Atli Heimir Sveinsson gerði eftir sögu Muggs frá Bíldudal. Edda Heiðrún Backman og Atli Rafn Sigurðarson segja söguna, syngja og leika ásamt stúlkum úr barnakór Kársnesskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar