Íslensk erfðagreining í nýju húsnæði

Þorkell Þorkelsson

Íslensk erfðagreining í nýju húsnæði

Kaupa Í körfu

Vel á annað þúsund manns var viðstatt athöfn hjá Íslenskri erfðagreiningu þegar nýbygging fyrirtækisins var tekin í notkun í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lýsti höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar formlega teknar í notkun við hátíðlega athöfn í gær. Auk Davíðs flutti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ávarp og árnuðu ráðherrarnir starfsfólki ÍE allra heilla á þessum tímamótum. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði sér þakklæti til arkitekta, byggingarstjóra, verktaka og starfsmanna efst í huga. Sagði hann að þótt húsi væri fagnað væri það starfsfólkið sem skipti öllu máli í fyrirtækinu. Hátt á annað þúsund gesta og starfsmanna var viðstatt opnunarhátíðina, m.a. forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Hjörleifur Stefánsson, hönnunar- og byggingarstjóri hússins, sagði tíma- og kostnaðaráætlanir verksins hafa staðist nema hvað byggingartíminn hefði lengst úr tíu mánuðum í tólf þar sem umfang verkefnisins hefði aukist á verktímanum. Kostnaður er kringum þrír milljarðar króna. Hjörleifur vakti athygli gesta á tjörn við inngang hússins. Væri hún umhverfislistaverk eftir Ólaf Elíasson, mýri með votlendisgróðri sem yrði breytilegur eftir árstíðum. Að loknu ávarpi Hjörleifs afhenti Pétur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eyktar MYNDATEXTI. Vel á annað þúsund manns var viðstatt athöfn hjá Íslenskri erfðagreiningu þegar nýbygging fyrirtækisins var tekin í notkun í gær. ( Íslensk erfðagreining í nýtt húsnæði )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar