Mótmæli - Ísland-Palestína

Mótmæli - Ísland-Palestína

Kaupa Í körfu

Friðsamleg mótmælastaða VEL á þriðja hundrað manns tóku sér stöðu fyrir utan Grand hótel í Reykjavík síðdegis í gær og mótmæltu framgöngu Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum. Félagið Ísland-Palestína hafði frumkvæði að mótmælastöðunni og að sögn lögreglu fór allt friðsamlega fram. Á hótelinu fór fram á sama tíma kynning ferðamálaskrifstofu Ísraels á skemmti- og sólarlandaferðum til landsins. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gefur hér fyrirmæli á vettvangi og fremst á myndinni má sjá Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. ENGINN MYNDATEXTI. ( Samtökin Ísland - Palestína efndu til mótmæla fyrir utan Grand hótel en þar inni var ferðakynning um Ísrael )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar