Upplestrarkeppnin

Jim Smart

Upplestrarkeppnin

Kaupa Í körfu

Unun var að hlýða á vandaðan upplestur nemenda á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Áskirkju. Á myndinni sjást (f.v.) Sigurberg Rúriksson, Halldór Kristján Þorsteinsson, Þórunn Jónsdóttir og Eygló Höskuldsdóttir. STÓRA upplestrarkeppnin sem haldin er meðal nemenda í 7. bekk grunnskóla á rætur að rekja til haustsins 1996 þegar efnt var til slíkrar keppni í skólum í Hafnarfirði. Markmiðið var sú að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði, og efla þannig íslenskt mál og færni nemenda í notkun þess. Aðstandendur keppninnar hafa frá upphafi verið samtökin Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli Íslands, Kennarasamband Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar