Hótel og veitingaskólinn

Hótel og veitingaskólinn

Kaupa Í körfu

Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Níels Hjaltason, formaður Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina, og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. FULLTRÚAR fræðsluráðs hótel- og matvælagreina og Hótel- og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi skrifuðu undir samstarfssamning um stofnun símenntunarmiðstöðvar í matvæla- og ferðaþjónustugreinum miðvikudaginn 20. mars. Í tilefni af samningnum opnaði menntamálaráðherra Tómas Ingi Olrich kennslustofu sem verður m.a. tileinkuð námskeiðahaldi sem fer fram á vegum skólans og fræðsluráðsins. Símenntunarmiðstöðin kallast Sæmundur Fróði og markmið miðstöðvarinnar er að efla símenntun í hótel- og matvælagreinum og skyldum greinum þ.m.t. ferðaþjónustu, auka samstarf atvinnulífs og skóla til að auka samkeppnishæfni atvinnulífs og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi fagþekkingu á sviði hótel- og matvælagreina og skyldra greina. Einnig að veita ráðgjöf til fyrirtækja um símenntun og rekstur á sviði hótel- og matvælagreina og skyldra greina þ.m.t. ferðaþjónustu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar