"Gamlar skíðadrottningar" áhorfendur á skíðalandsmótinu

Kristján Kristjánsson.

"Gamlar skíðadrottningar" áhorfendur á skíðalandsmótinu

Kaupa Í körfu

Fjölmargir áhorfendur á skíðalandsmótinu FJÖLMARGIR áhorfendur fylgdust með keppni í svigi á Skíðamóti Íslands í Böggvisstaðafjalli við Dalvík á laugardag, í hreint frábæru veðri. Á meðal áhorfenda voru tvær "gamlar" skíðadrottningar af höfuðborgarssvæðinu og sjást þær á myndinni ásamt Kolbrúnu Ingólfsdóttur, móður Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur og er ekki annað að sjá en að þær skemmti sér bærilega. Lengst t.v. er Jórunn Viggósdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum og þátttakandi á Vetrarólympíuleikunum 1976. Við hlið hennar stendur Áslaug Sigurðardóttir sem einnig varð margfaldur Íslandsmeistari upp úr 1970 en Áslaug var m.a. að fylgjast með dóttur sinni, Helgu Björk Árnadóttur, einni fremstu skíðakonu landsins í dag. Til hægri er Kolbrún, móðir Dagnýjar Lindu, sem fagnaði þreföldum sigri á landsmótinu að þessu sinni. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar