Guðmundur Örn Óskarsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðmundur Örn Óskarsson

Kaupa Í körfu

Guðmundur Örn Óskarsson er fæddur í Reykjavík árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1988 og M.Sc.-prófi í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku árið 1993. Hann starfaði sem framleiðslustjóri verksmiðju Danisco í Grenaa í Danmörku á árunum 1993-1998. Þá tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Intranets ehf. sem svo sameinaðist Hugviti árið 1999 og hóf Guðmundur þá uppbyggingu fyrirtækisins Form.is sem heldur m.a. utan um rafræn eyðublöð á Netinu. Guðmundur var framkvæmdastjóri Form.is þar til í mars sl. Hann er í sambúð með Björk Svarfdal Hauksdóttur, leikskólastarfsmanni og handboltakonu með Haukum, og eiga þau soninn Alexander, þriggja ára. Nú framkvæmdastjóri Alpan hf

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar