Íshokkí

Íshokkí

Kaupa Í körfu

Akureyringar slógu vopnin strax úr höndum Reykvíkinga í Skautahöllinni í Reykjavík í gærkvöldi þegar liðin léku sinn þriðja úrslitaleik í íshokkí. Áður en Reykvíkingar voru búnir að skauta í sig hita höfðu gestirnir skorað 5 mörk og það reyndist SR of mikið bil að brúa eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum og Skautafélag Akureyrar hampaði bikarnum þriðja árið í röð eftir 11:1-sigur. Myndatexti. Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði Skautafélags Akureyrar, lyftir Íslandsbikarnum. Sigurður varð í gærkvöld Íslandsmeistari í 11. skipti, þar af í níunda skipti með Akureyrarliðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar